Veistu hvar er einfalt og notendavænt verkfæraapp sem veitir fyrirtækjum nákvæma yfirsýn yfir öll sín verkfæri og auðveldar alla umsýslu verkfæra.
Starfsmenn geta með einföldum hætti skráð á sig verkfæri með því að skanna QR kóða verkfæris eða skrá það innan appsins. Þegar starfsmaður skráir á sig verkfæri, skráir hann einnig í hvaða verkefni hann ætlar að nota verkfærið ásamt því að skrá staðsetningu verkefnisins.
Stjórnendur fyrirtækja sjá í rauntíma hverjir eru með hvaða verkfæri, í hvaða verkefni verkfærin eru í notkun og hvar þau eru staðsett hverju sinni. Stjórnendur hafa einnig aðgang að nákvæmri notkunarsögu allra verkfæra og starfsmanna.