send link to app

Veistu hvar


4.6 ( 4176 ratings )
Produttività Utility
Sviluppatore Filmis Honnunarstofa slf.
Libero

Veistu hvar er einfalt og notendavænt verk-, tímaskráningar- og verkfæraapp sem veitir fyrirtækjum nákvæma yfirsýn yfir allar tímaskráningar starfsmanna og verkefna, ásamt góðri yfirsýn yfir öll verkfærin og auðveldar alla umsýslu verkfæra.

Stimpilklukka:
Starfsmenn skrá tíma sína í einfaldri stimpilklukku í appinu. Starfsmenn geta stimplað sig inn á verkefni, skrifað verklýsingu, bætt við athugasemdum og myndum ásamt því að GPS hnit eru skráð við innstimplun. Starfsmenn sjá sínar tímaskýrslur og alla unna tíma í appinu og geta breytt tímaskráningum og bætt við nýjum.

Verkfæri:
Starfsmenn geta með einföldum hætti skráð á sig verkfæri með því að skanna QR kóða verkfæris eða skrá það innan appsins. Þegar starfsmaður skráir á sig verkfæri, skráir hann einnig í hvaða verkefni hann ætlar að nota verkfærið ásamt því að skrá staðsetningu verkefnisins.

Stjórnendur fyrirtækja sjá í rauntíma hvar starfsfólk er staðsett þegar það stimplaði sig inn, hverjir eru með hvaða verkfæri, í hvaða verkefni verkfærin eru í notkun og hvar þau eru staðsett hverju sinni.

Hægt er að nota kerfið sem aðeins tímaskráningarkerfi, aðeins verkfærakerfi eða bæði saman í einu kerfi.